fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Tvítugur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir fjórar nauðganir og hótanir gegn unglingsstúlkum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég nauðga móður þinni og keyri á hana.“ „Amma þín mun deyja í bílbruna.“ „Ég drep þig ef þú stundar ekki kynlíf með mér.“ Þetta eru nokkrar af þeim hótunum sem tvítugur maður af írönskum ættum var sakfelldur fyrir af undirrétti á Friðriksbergi í Danmörku í síðustu viku. Þrátt fyrir að þetta séu grófar hótanir eru þær ekki það alvarlegasta í máli mannsins því hann var einnig sakfelldur fyrir fjórar nauðganir.

Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðganirnar og hótanir gegn 21 unglingsstúlku á Snapchat. Að auki kemur fram í dómsorði að maðurinn eigi á hættu að verða vísað úr landi. Hann áfrýjaði dómnum samstundis til Eystri-Landsréttar og krafðist sýknu.

Hótanir hans beindust gegn 21 stúlku á aldrinum 13 til 18 ára. Sumar krafði hann um peninga, aðrar um nektarmyndir og enn aðrar vildi hann fá til að stunda kynlíf með sér. Flestar hótanirnar voru morðhótanir sem beindust gegn stúlkunum eða fjölskyldum þeirra. Maðurinn notaðist aðallega við prófíl á Snapchat til að koma þessu hótunum á framfæri.

„Þú sleppur ekki lifandi frá mér ógeðslega hóran þín!!“ skrifaði hann til einnar stúlkunnar.

Hann var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað einni stúlkunni fjórum sinnum og að hafa krafið hana um 70.000 krónur. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa reynt að nauðga annarri stúlku. Hann hefur neitað sök frá upphafi og haldið því fram að honum hafi sjálfum borist hótanir og að hann hafi verið beittur kúgunum af þeim sem stóð á bak við Snapchatprófílinn.

Dómurinn tók þetta ekki trúanlegt og sakfelldi hann. Saksóknari krafðist sex ára fangelsis en dómurinn hljóðar upp á fimm ára fangelsi.

Maðurinn er fæddur í Danmörku en á íranska foreldra. Saksóknari krafðist þess því einnig að honum yrði vísað úr landi. En dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að nægilegt væri að veita honum aðvörun um að honum kunni að verða vísað úr landi ef hann brýtur aftur af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“