fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Indverjar grípa til aðgerða til að hjálpa börnum sem hafa misst foreldra sína úr COVID-19

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 15:00

Indverskar stúlkur á leið í skólann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 1.700 indversk börn hafa misst báða foreldra sína af völdum COVID-19. Sú saga sem er mest fjallað um í indverskum fjölmiðlum þessa dagana er um tvíburasysturnar Roohi og Maahi, fimm ára, sem vita ekki enn að foreldrar þeirra eru látni en þau létust með tæplega viku millibili.

Þær búa nú hjá afa sínu og ömmu og hafa indverskir fjölmiðlar eftir afa þeirra að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir þeim að foreldrar þeirra séu látnir. Annað sem hefur verið fjallað töluvert um er að í Madhya Pradesh hafa að minnsta kosti 199 börn misst báða foreldra sína og svipaðar sögur berast víða að úr landinu.

Í byrjun mánaðarins skilaði sérstök barnaverndarnefnd skýrslu til hæstaréttar um stöðuna í þessum málum. Þá höfðu rúmlega 1.700 börn misst báða foreldra sína og 7.400 höfðu misst annað hvort foreldri sitt og 140 höfðu verið skilin eftir á götu úti af foreldrum sínum.

Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að þetta væri líklega bara toppurinn á ísjakanum. Það muni fjölga mikið í þessum hópum þegar yfirvöld ná betur utan um málin.

Ríkisstjórnin hefur viðurkennt að þetta sé vandamál og hefur nú kynnt hjálparpakka til sögunnar sem er ætlað að veita þessum börnum góða framtíð. Flest ríki landsins hafa einnig gripið til aðgerða til stuðnings munaðarlausu börnunum. Þau munu til dæmis fá ókeypis skólavist í dýrum ríkisskólum sem eru ætlaðir börnum starfsfólks ráðuneyta landsins. Frá 18 til 23 ára munu þau síðan fá árlegan fjárstyrk og námsstyrki.

En vinnunni er ekki lokið því enn er verið að ræða hvernig eigi að takast enn frekar á við þetta mál. Ekki eru allir sáttir við að börn, sem hafa misst foreldra sína af völdum COVID-19, eigi að njóta meiri stuðnings og réttinda en önnur munaðarlaus börn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann