fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn bendir til að fólk geti ekki orðið eldra en 150 ára

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. júní 2021 07:30

Það er misjafnt hversu gott gamalt fólk hefur það í hinum ýmsu ríkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir 120 til 150 ár glatar mannslíkaminn getu sinni til að geta náð sér af álagi á borð við sjúkdóma og meiðsli, þetta veldur því að fólk getur ekki orðið eldra en 120 til 150 ára. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem vísindamenn notuðu reiknilíkön til að reikna út efri mörk mögulegs mannsaldurs.

Live Science skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi byggst á sögulegum gögnum og nútímagögnum frá mismunandi þjóðfélagshópum. Meðal gagnanna voru heilsufarsupplýsingar rúmlega 500.000 Breta, Bandaríkjamanna og Rússa. Blóðsýni voru nokkrum sinnum tekin úr þeim á nokkurra mánaða tímabili.

Vísindamennirnir skoðuðu síðan sérstaklega tengsl magns hvítra blóðkorna, sem berjast gegn sjúkdómum, og breytinga á magni rauðra blóðkorna. Magn beggja tegunda eykst með aldrinum og því er hægt að nota þau sem einhverskonar „líffræðilegt talningarviðmið“ sem varpar ljósi á líffræðilegan aldur fólks.

Vísindamennirnir litu á tölurnar og tímann sem leið á milli blóðprufa og gátu þannig reiknað út hversu mikla mótstöðu fólkið var með gegn sjúkdómum og meiðslum og hversu langan tíma það tæki líkama þeirra að jafna sig.

Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þegar fólk er á milli 120 og 150 ára missi líkaminn hæfileika sinn til að jafna sig af veikindum og meiðslum.

Rannsókn, sem var gerð 2016, sýndi að efri mörk mannsaldurs væru 125 ár en einnig eru til vísindamenn sem telja að engin efri mörk séu til.

Nýja rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“