Live Science skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi byggst á sögulegum gögnum og nútímagögnum frá mismunandi þjóðfélagshópum. Meðal gagnanna voru heilsufarsupplýsingar rúmlega 500.000 Breta, Bandaríkjamanna og Rússa. Blóðsýni voru nokkrum sinnum tekin úr þeim á nokkurra mánaða tímabili.
Vísindamennirnir skoðuðu síðan sérstaklega tengsl magns hvítra blóðkorna, sem berjast gegn sjúkdómum, og breytinga á magni rauðra blóðkorna. Magn beggja tegunda eykst með aldrinum og því er hægt að nota þau sem einhverskonar „líffræðilegt talningarviðmið“ sem varpar ljósi á líffræðilegan aldur fólks.
Vísindamennirnir litu á tölurnar og tímann sem leið á milli blóðprufa og gátu þannig reiknað út hversu mikla mótstöðu fólkið var með gegn sjúkdómum og meiðslum og hversu langan tíma það tæki líkama þeirra að jafna sig.
Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þegar fólk er á milli 120 og 150 ára missi líkaminn hæfileika sinn til að jafna sig af veikindum og meiðslum.
Rannsókn, sem var gerð 2016, sýndi að efri mörk mannsaldurs væru 125 ár en einnig eru til vísindamenn sem telja að engin efri mörk séu til.
Nýja rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.