fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Var á leið til Belfast – Vaknaði á leið til Gíbraltar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 07:00

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega ætlaði Gemma Cargin, 25 ára, að fljúga frá Manchester á Englandi til Belfast á Norður-Írlandi. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst henni að fara um borð í ranga flugvél. Það gerðist þrátt fyrir að á flugvellinum væri auðvitað hefðbundinn búnaður til að skanna brottfararspjöld.

BBC segir að eftir flugtak hafi Gemma ákveðið að fá sér smá blund en flugið átti að taka 40 mínútur. Þegar hún vaknaði var vélin enn á lofti. „Þeir sögðu að við myndum lenda eftir klukkustund og 15 mínútur. Ég spurði því hvort vélin væri ekki á leið til Belfast,“ sagði hún í samtali við BBC.

Hún fékk þá að vita að vélin væri á leið til Gíbraltar.

Gemma flýgur mikið á milli Manchester og Belfast og hafði aldrei áður lent í vandræðum með að hitta í rétta flugvél. En einn bilaður upplýsingaskjár á flugvellinum gerði henni óleik.

„Það var ekki kveikt á skjánum við brottfararhliðið svo mig grunaði aldrei að ég væri að fara um borð í ranga flugvél,“ sagði hún.

EasyJet sá um að koma henni aftur til Manchester og áfram til Belfast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti