fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Tugir ferðamanna sektaðir fyrir þjófnað á sandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 18:10

Það má ekki stela sandi af ströndinni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska lögreglan lagði á síðasta ári hald á rúmlega 100 kíló af sandi, steinum og skeljum sem hafði verið stolið af ströndum á Sardiníu. Tugir ferðamanna voru sektaðir fyrir þjófnaðinn en þeir höfðu tekið þetta sem minjagripi.

Í síðustu viku var sandinum, steinunum og skeljunum síðan skilað aftur á strendur landsins að sögn lögreglunnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að 41 hafi verið sektaður fyrir að stela sandi og skeljum, sektarupphæðirnar voru á bilinu 500 til 3.000 evrur. Segir lögreglan að þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað mikið á Sardiníu á síðasta ári vegna heimsfaraldursins hafi verið lagt hald á rúmlega 100 kíló af sandi, skeljum og steinum.

Lögreglan fylgist grannt með ferðamönnum á flugvelli eyjunnar sem og vefsíðum þar sem sandur er boðinn til sölu.

CNN segir að lög frá 2017 banni alla sandtöku á ströndum á Sardiníu. Lögin voru sett þar sem þjófnaður á sandi var orðinn umfangsmikið vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki