Daginn eftir byrjuðu hjónin að deila og lét Kristy eiginmann sinn vita að hún væri ósátt við framkomu hans og tilkynnti honum jafnframt að hún ætlaði að fara fram á skilnað. Hún sagðist einnig vilja að hann færi frá borði þegar skipið kæmi til hafnar í Juneau í Alaska og þaðan gæti hann farið einn heim til Utah.
Þegar hér var komið við sögu sagði Kenneth tveimur dætrum þeirra að yfirgefa káetuna og fóru þær inn í næstu káetu þar sem ættingjar þeirra voru. Nokkrum mínútum síðar heyrðu þær móður sína öskra á hjálp. Þær reyndu að koma henni til hjálpar en faðir þeirra öskraði á þær: „Þið megið ekki koma inn.“
Þær sáu föður sinn sitja ofan á móður þeirra úti á svölum og lemja hana hana hvað eftir annað í höfuðið. Því næst reyndi hann að henda henni fram af svölunum. Tveir af bræðrum Kristy voru þá komnir inn í káetuna. Annar þeirra náði að grípa í ökkla hennar og koma í veg fyrir að hún lenti í sjónum.
Á meðan á þessu hrottalega morði stóð voru aðrir farþegar viðstaddir skemmtun sem gekk út á að leysa morðgátu. Þegar tilkynnt var í hátalarakerfi skipsins að alvarlegur atburður hefði átt sér stað héldu farþegarnir að það væri hluti af morðgátunni. Það var ekki fyrr en ein dætra hjónanna kom hlaupandi og kallaði á hjálp sem farþegarnir áttuðu sig á að þetta væri ekki hluti af atriðinu.
Kenneth játaði sök í málinu í febrúar á þessu ári og nú er búið að kveða upp dóm yfir honum. Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi.