fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Milljónamæringahjón fundust látin á taílensku „Dauðaeyjunni“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 07:00

Koh Tao. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni er taílenska eyjan Koh Tao í sviðsljósinu vegna dularfullra mannsláta. Eyjan er paradís kafara en á síðustu árum hafa nokkrir ferðamenn verið myrtir á eyjunni og aðrir hafa tekið eigið líf. Þessir óhugnanlegu atburðir hafa orðið til þess að þessi annars svo friðsæla og fallega eyja er af sumum kölluðu „Dauðaeyjan“.

Á föstudaginn fundust hjónin Rakeshwar Sachathamakul, 59 ára, og 55 ára eiginkona hans, Anshoo, látin í sundlaug á lúxushóteli. Þau voru milljónamæringar sem höfðu auðgast á hótelrekstri. Það var sonur þeirra sem kom að þeim eftir strandferð. Þau voru úrskurðuð látin á vettvangi. Thai Examiner skýrir frá þessu.

Hefur blaðið eftir talsmanni lögreglunnar að hjónin hafi verið á barnum við sundlaugina áður en þau fóru í laugina til að synda.

Eftirlitsmyndavélar við laugina hafa verið bilaðar mánuðum saman og því ekki hægt að styðjast við upptökur úr þeim við rannsókn málsins. Ekki mátti nota laugina vegna sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar en það bann virðast hjónin ekki hafa virt. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar er að þau hafi drukknað en lögreglan vill ekki útiloka að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni