fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Milljónamæringahjón fundust látin á taílensku „Dauðaeyjunni“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 07:00

Koh Tao. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni er taílenska eyjan Koh Tao í sviðsljósinu vegna dularfullra mannsláta. Eyjan er paradís kafara en á síðustu árum hafa nokkrir ferðamenn verið myrtir á eyjunni og aðrir hafa tekið eigið líf. Þessir óhugnanlegu atburðir hafa orðið til þess að þessi annars svo friðsæla og fallega eyja er af sumum kölluðu „Dauðaeyjan“.

Á föstudaginn fundust hjónin Rakeshwar Sachathamakul, 59 ára, og 55 ára eiginkona hans, Anshoo, látin í sundlaug á lúxushóteli. Þau voru milljónamæringar sem höfðu auðgast á hótelrekstri. Það var sonur þeirra sem kom að þeim eftir strandferð. Þau voru úrskurðuð látin á vettvangi. Thai Examiner skýrir frá þessu.

Hefur blaðið eftir talsmanni lögreglunnar að hjónin hafi verið á barnum við sundlaugina áður en þau fóru í laugina til að synda.

Eftirlitsmyndavélar við laugina hafa verið bilaðar mánuðum saman og því ekki hægt að styðjast við upptökur úr þeim við rannsókn málsins. Ekki mátti nota laugina vegna sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar en það bann virðast hjónin ekki hafa virt. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar er að þau hafi drukknað en lögreglan vill ekki útiloka að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“