The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að drónarnir geti mælt líkamshita fólks úr allt að 20 metra hæð og vitnar þar í Bernama, ríkisfréttastofu landsins.
Dregið hefur úr smitum að undanförnu en Noor Hisham Abdullah, heilbrigðisráðherra, segir að flest ný smit og andlát komi frá óþekktum smitberum og hvetur hann fólk til að halda sig heima.
Nú mega aðeins tveir af hverju heimili fara út fyrir heimilið til að kaupa nauðsynjar, fólk má stunda íþróttir sem krefjast ekki snertingar og fara til læknis nærri heimilinu. Skólar og verslunarmiðstöðvar eru lokaðar en framleiðsluiðnaðurinn starfar með skertum afköstum þar sem færri eru við störf en venjulega.
Lögreglan segist ætla að nota dróna til að framfylgja ferðabanni og einnig munu lögreglumenn heimsækja fólk til að kanna hvort það fari eftir reglum.
Kínverjar eru sagðir hafa notað dróna á síðasta ári í baráttunni við kórónuveiruna. Í myndbandi sem Global Times, sem lýtur stjórn kommúnistaflokksins, birti kemur fram að drónar hafi verið notaðir til að úða handspritti og útvarpa skilaboðum til fólks um að halda sig heima.