fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Norðmenn fylgjast náið með nýju afbrigði kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 07:45

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Afbrigðið er slæmar fréttir,“ sagði Camilla Stoltenberg, forstjóri norska landlæknisembættisins FHI, eftir að kórónuveirusmit af völdum afbrigðisins C.36 komu upp í Viken, Vestfold og Telemark í maí. Hún sagði þá í samtali við Norska ríkisútvarpið að náið væri fylgst með afbrigðinu og hvort það breiðist út.

Afbrigðið er með stökkbreytingar sem er einnig að finna á hinu svokallað Deltaafbrigði veirunnar, áður kallað indverska afbrigðið.

FHI fylgist sérstaklega með hvort afbrigðið er meira smitandi en önnur afbrigði, hvort það valdi alvarlegri veikindum og hvort það er ónæmt fyrir bóluefnum. Norska ríkisútvarpið segir að C.36 sé til í tveimur útgáfum, annað valdi ekki svo miklum áhyggjum en það geri hitt hins vegar. Það er einmitt þetta síðara sem hefur greinst í Noregi.

Evrópska smitsjúkdómastofnunin segir að C.36 hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið í Egyptalandi. C.36 er á lista stofnunarinnar yfir afbrigði sem þarf að fylgjast sérstaklega vel með en það þýðir að vísbendingar séu um að afbrigðið sé meira smitandi, valdi alvarlegri veikindum og að hugsanlega virki bóluefni ekki jafn vel gegn því og öðrum afbrigðum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið