Þetta kemur fram í nýrri rannsókn EMCDDA, sem er sú stofnun ESB sem fylgist með þróun mála á fíkniefnamarkaðnum.
Fram kemur að í staðinn fyrir að senda kannabis eða kókaín með smyglurum yfir landamæri sé nú notast meira en áður við gáma og aðrar flutningsleiðir varnings.
Alexis Goosdeele, forstjóri EMCDAA, segir í fréttatilkynningu að fíkniefnamarkaðurinn sé mjög lifandi og góður í að laga sig að breyttum aðstæðum.
Heimsfaraldurinn hefur einnig haft áhrif á fíkniefnaneyslu Evrópubúa. Til dæmis hefur neysla á MDMA, sem er yfirleitt notað í tengslum við skemmtanir, minnkað mikið því víða var lítið um næturlíf og skemmtanahald.
Rannsóknir á skolpi í nokkrum borgum í álfunni sýndu þó að notkun á öðrum fíkniefnum jókst mikið sumarið 2020 en þá var slakað á sóttvarnaaðgerðum.
Það sem veldur einna mestum áhyggjum er að neysla á krakki hefur aukist í nokkrum löndum síðan faraldurinn skall á.