fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Danir slaka á sóttvarnaaðgerðum – Grímuskylda afnumin og fleiri áhorfendur á EM

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar allra dönsku þingflokkanna nema Nye Borgerlige náðu í nótt samkomulagi um afléttingu sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í samkomulaginu felst að frá og með næsta mánudegi verður ekki lengur skylda að nota andlitsgrímur í verslunum, veitingastöðum og fleiri stöðum. Í raun mun aðeins þurfa að nota andlitsgrímur í þéttskipuðum almenningssamgöngufarartækjum.

Barir og veitingastaðir fá að hafa opið til miðnættis frá og með mánudegi og frá 15. júlí mega þeir hafa opið til klukkan 02. Verslunum verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan 22 frá og með mánudegi en það hefur verið óheimilt síðan á síðasta ári.

Nú þarf að sýna svokallað kórónuvegabréf til að komast inn á marga staði en nú verður byrjað að draga úr kröfum um það. Frá og með mánudegi þarf ekki lengur að sýna það á bókasöfnum og í félagsstarfi. Frá 1. ágúst þar ekki að sýna kórónuvegabréfið í leikhúsum, tónleikastöðum, íþróttum innanhúss og víða annars staðar. Frá 1. september þarf ekki að sýna vegabréfið á veitingahúsum, hárgreiðslustofum og líkamsræktarstöðvum. 1. október falla allar kröfur um kórónuvegabréfið niður.

Flokkarnir náðu einnig samkomulagi um að 25.000 áhorfendur megi vera á þeim leikjum úrslitakeppni EM í knattspyrnu sem fara fram í Danmörku en mótið hefst á föstudaginn. Áður hafði verið miðað við 15.900.

Diskótek og næturklúbbar hafa verið lokaðir síðan í mars á síðasta ári en geta nú farið að dusta rykið af innviðunum og gera klárt fyrir opnun en þeir mega opna 1. september. Gestir þurfa þó að framvísa kórónuvegabréfi allan september en í október fellur sú krafa niður.

Í samkomulaginu er einnig kveðið á um að ef smit aukast mikið eða ný afbrigði veirunnar, sem valda sérstökum áhyggjum, breiðast út þá verði afléttingunum frestað eða sóttvarnaaðgerðir hertar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Í gær

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Í gær

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð