„Nánar tiltekið, þá er þetta indverskt afbrigði sem er með stökkbreytingar sem koma upphaflega frá enska afbrigðinu,“ sagði Nguyen Thanh Long, heilbrigðisráðherra.
Hann sagði að afbrigðið væri enn meira smitandi en önnur afbrigði sem hafa uppgötvast fram að þessu og það skýrði aukningu smita í Víetnam en þar hefur baráttan gegn veirunni gengið vel síðasta árið.
Hann sagði einnig að afbrigðið berist auðveldlega með lofti og dreifi hratt úr sér. Um 3.600 Víetnamar hafa smitast af afbrigðinu síðan í apríl en það er um helmingur allra smitaðra í landinu á þeim tíma.