fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Músahelvíti – „Hörmungar án hliðstæðu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 06:08

Nokkrar mýs sem hundar drápu. Mynd:Rodney Thomson/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að gríðarleg músaplága herji nú á íbúa í New South Wales í Ástralíu en þar er stórborgin Sydney.  „Ég hef verið bóndi hér í rúmlega 40 ár og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Michael Payten í samtali við CNN en hann er bóndi í Canowindra sem er í um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Sydney.

Óhætt er að segja að það séu mýs alls staðar og þær eru í milljónatali en ekki er nokkur leið að segja hversu margar þær eru. „Það væri eins og að reyna að telja allar stjörnurnar á himninum. Þetta eru hörmungar án hliðstæðu fyrir New South Wales og þetta getur versnað enn frekar,“ sagði Steve Henry, sérfræðingur í meindýraeyðingu.

Mýsnar komast inn í hús um minnstu rifur og hafa margir þurft að grípa til þess ráðs að setja bala, fulla af vatni, í kringum rúm sín til að koma í veg fyrir að mýs skríði upp í á nóttinni. En samt sem áður berast margar fréttir af fólki sem vaknar um miðjar nætur við að mýs bíta það. „Þegar við liggjum í rúminu á nóttinni heyrum við að mýsnar eru á ferð í herberginu, líka á koddunum og sængunum. Þetta er mjög stressandi því við getum ekkert gert. Við getum bara beðið eftir að þessu ljúki,“ sagði Lisa Minogue í samtali við BBC en hún er bóndi í New South Wales.

Núna eru mýsnar að gæða sér á korni að verðmæti um eins milljarðs ástralskra dollara. Þessi mikla plága er afleiðing þess að síðasta ár var ótrúlega gott kornræktarár og uppskeran sló öll met. Af þeim sökum geymdu bændur korn í hlöðum sínum en það hefðu þeir betur látið ógert því mýsnar hafa étið af þessu korni og hafa fjölgað sér gríðarlega enda nóg að éta.

Sums staðar í New South Wales er fólki ráðlagt að klæðast heilgöllum utanhúss því mýsnar skríða undir fatnað fólks og eru oft svo margar að ekki er vinnandi vegur að fjarlægja þær.

Afrakstur smá músaveiða. Mynd:Facebook

Það er ekki nóg með að músaplágan líkist einna helst hryllingsmynd heldur er einnig reiknað með að hún muni valda miklu og langvarandi tjóni á landbúnaði og þar með koma illa niður á útflutningi. Víða hafa bændur tekið þann kost að sá ekki í akra sína því það virðist tilgangslaust. „Núna bíðum við bara. Margar mýs fá ekki nægt fæði og drepast og þær lykta. Það er músastækja um allt,“ sagði Martin Murray, bóndi, í samtali við BBC. Reiknað er með að plágunni linni í fyrsta lagi í haust.

Mýsnar hafa valdið mörgum „rafbrunum“ með því að naga rafleiðslur í sundur og einnig hafa símalínur orðið fyrir barðinu á þeim.

Íbúar í Sydney óttast nú að mýsnar muni fljótlega fara að herja á stórborgina. Sky News segir að nú þegar séu tilkynningar farnar að berast um mýs í úthverfum í vesturhluta borgarinnar. Sumir ástralskir sérfræðingar segja að borgarbúar geti átt von á mikilli plágu í ágúst en aðrir eru ekki sama sinnis en borgarbúar eru samt margir hverjir áhyggjufullir. Mýsnar koma til borgarinnar með vöruflutningabílum sem koma úr landbúnaðarhéruðunum. Viðkoma músanna er góð en kvendýr getur eignast allt að 500 afkvæmi á ári.

Músaplágur eru ekki óþekkt fyrirbæri í Ástralíu en aldrei fyrr hafa þær náð svipaðri stærð og nú er. Þær vara oft í allt að tvö ár. Nú hafa yfirvöld í New South Wales pantað mikið magn af Bromadiolon frá Indlandi en notkun þessa eiturs er að öllu jöfnu bönnuð í Ástralíu. Það er talið sterkasta músa- og rottueitrið og er stundum kallað „músanapalm“. En ekki er víst að það dugi til að stöðva pláguna og umhverfissérfræðingar vara við áhrifum eitursins á aðrar dýrategundir auk þess sem það mengi jarðveginn.

Væntanlega tekur músaplágan þó enda einhvern tímann en sérfræðingar óttast að í kjölfarið fylgi slönguplága en slöngur éta mýs og hafa nóg að éta þessa dagana og því er viðkoman góð hjá þeim. Þegar músunum fækkar og það fer að verða hart í ári er hætta á að slöngurnar verði meira áberandi í fæðuleit sinni og þar með fólki til ama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin