Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, sagði í gær að það sé mjög jákvætt að Danir geti hjálpað nágrönnunum í Slésvík-Holtsetalandi á þennan hátt en Slésvík-Holtestaland liggur að dönsku landamærunum á Jótlandi og er samvinna og samgangur á milli landanna mikill.
„Þau bóluefni sem við eigum á lager í Danmörku á að sjálfsögðu að nota áður en þau verða of gömul. Slésvík-Holtsetaland er á þeim stað í faraldrinum að talið er að bóluefnið frá AstraZeneca muni gagnast vel,“ segir í fréttatilkynningu fra utanríkisráðuneytinu.