fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Bólusetningalottó í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 21:00

Bólusett í Los Angeles. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að reyna að fá fleiri til að láta bólusetja sig gegn COVID-19 hafa yfirvöld í Kaliforníu farið þá leið að setja bólusetningalottó af stað. 116 milljónum dollara er heitið í vinninga til þeirra sem láta bólusetja sig.

Tíu bólusettir einstaklingar eiga möguleika á að vinna 1,5 milljónir dollara hver. Þetta er talin vera stærsta fjárhagslega gulrótin sem yfirvöld í Bandaríkjunum hafa beitt fram að þessu til að fá fólk til að láta bólusetja sig.

Tomás Aragón, hjá heilbrigðisyfirvöldum ríkisins, sagði í yfirlýsingu að vinningshafarnir tíu verði dregnir út 15. júní  en þá verður sóttvarnaaðgerðum aflétt með öllu í ríkinu. Að auki fá 30 til viðbótar 50.000 dollara hver.

Allir Kaliforníubúar, sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, geta tekið þátt í lottóinu. Ef svo fer að einhver yngri en 18 ára verði dreginn út verða verðlaunin sett inn á söfnunarreikning og geymdir þar, þar til vinningshafinn verður 18 ára.

Auk lottósins munu næstu tvær milljónir Kaliforníubúa, sem láta bólusetja sig, sjálfkrafa eiga rétt á gjafakorti upp á 50 dollara sem er hægt að nota í fjölda stórmarkaða. Um 40 milljónir búa í Kaliforníu sem er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu