fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 08:00

Proud Boys samankomnir. Mynd: Maranie R. STAAB / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Proud Boys Canada hafa ákveðið að hætta starfsemi í landinu. Ákvörðunin er tekin í kjölfar ákvörðunar yfirvalda frá í febrúar um að stimpla samtökin hryðjuverkasamtök sem „alvarleg og vaxandi hætta stafaði af“. Þetta eru öfgahægrisamtök sem eiga rætur að rekja til Bandaríkjanna en þar hafa samtökin stutt dyggilega við bakið á Donald Trump, fyrrum forseta.

The Guardian segir að í yfirlýsingu frá samtökunum komi fram að þau hafi ákveðið að hætta starfsemi og segja að þau hafi ekki gert neitt ólögmætt.

Ákvörðun yfirvalda um að stimpla samtökin sem hryðjuverkasamtök var byggð á þátttöku þeirri í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar og sögðu kanadísk yfirvöld að hætta stafaði af samtökunum. „Sannleikurinn er að við erum hvorki hryðjuverkamenn né samtök kynþáttahatara,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum sem var birt á Telegram síðu þeirra.

„Við erum rafvirkjar, smiðir, fjármálaráðgjafar, vélvirkjar og svo framvegis. En við erum líka feður, bræður, frændur og synir,“ segir í yfirlýsingunni.

Samtökin voru stofnuð 2016 og voru í fyrstu samtök sem mótmæltu pólitískri rétthugsun og sögðu karlmennsku bælda niður í Bandaríkjunum og Kanada. Samtökin fóru síðan að lofsama götuslagsmál. Stofnandi þeirra var Gavin McInnes sem er Kanadamaður búsettur í Bandaríkjunum.

Samtökin komust fyrst í fréttir í Kanada fyrir þremur árum þegar fimm félagar í þeim, klæddir í svarta og gula boli, sem eru einkennisbolir samtakanna, trufluðu mótmæli frumbyggja vegna umdeildrar styttu. Lokað var á samtökin á Facebook og Instagram í október 2018 eftir að þau höfðu brotið gegn reglum miðlanna um hatursræðu. Bandaríska alríkislögreglan FBI skilgreinir þau sem samtök öfgamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla