Samkvæmt frétt The Times hafa klínískar tilraunir á 450 börnum frá Búrkína Fasó sýnt að bóluefnið veitir 77% vernd gegn veirunni sem veldur malaríu. Til samanburðar má nefna að bóluefni, sem er nú á markaði, veitir aðeins 36% vernd. Nú eru umfangsmeiri tilraunir með bóluefnið að hefjast og ef það reynist veita svona góða vernd gæti það orðið mikilvægt vopn í baráttunni við malaríu segir The Times.
Ekki liggur fyrir hversu lengi bóluefnið veitir vörn en vísindamennirnir, sem þróuðu það, hvetja til að það fái markaðsleyfi sem fyrst, svipað og gert hefur verið með bóluefnin gegn kórónuveirunni. Það voru vísindamenn við Oxford háskóla sem þróuðu bóluefni AstraZeneca gegn henni.