Ástæðan er að búið er að bólusetja tugi milljóna Bandaríkjamanna og byrjað er að slaka á sóttvarnaráðstöfunum og þar af leiðandi er fólk farið að hitta annað fólk í meira mæli en síðustu mánuði.
CNN segir að á fjögurra vikna tímabili, sem lauk 18. apríl, hafi smokkasala aukist um 23,4% miðað við sama tíma á síðasta ári. Seldust smokkar fyrir 37 milljónir dala á þessum fjórum vikum. Þetta er byggt á tölum frá markaðsfyrirtækinu IRI. Samkvæmt tölum IRI dróst smokkasala saman um 4,4% á síðasta ári miðað við 2019.
Reckitt Benckiser, framleiðandi Durex smokka, sagði í síðustu viku að sala fyrirtækisins hefði aukist um tveggja prósentustafa tölu á síðasta ársfjórðungi miðað við sama ársfjórðung 2020. Í heildina jókst sala fyrirtækisins á síðasta ári þrátt fyrir „áskoranir á fyrri helmingi þess“. Salan stóð í stað 2019 miðað við 2018. Fyrirtækið birtir ekki séruppgjör fyrir sölu á Durex en segir að söluaukninguna megi rekja til tilslakana á sóttvarnaaðgerðum.
Fulltrúar Wallgreen og CVS sögðu að sala á smokkum hafi aukist á síðustu vikum í verslunum keðjanna miðað við sama tíma 2020.