Á næstu mánuðum var leitað að henni öðru hvoru en það var ekki fyrr en um síðustu helgi sem hún fannst. Þá fór hópur til leitar á svæðinu. Í fjalllendi í þjóðgarðinum fundu leitarmennirnir tjald og í því var konan, heil á húfi en veikburða og horuð. The Sun skýrir frá þessu.
Hún var með lítilræði af mat hjá sér en hafði að eigin sögn lifað á grasi og mosa síðustu mánuði. Vatn hafði hún drukkið úr nærliggjandi á. Að auki höfðu göngumenn gefið henni eitt og annað.
Lögreglan segir að konan hafi verið flutt á sjúkrahús og að hún hafi sjálf ákveðið að dvelja í þjóðgarðinum og hafi því ekki verið týnd. Hún hafi í raun ekki gert neitt ólöglegt og ekki sé útilokað að hún ákveði að dvelja í þjóðgarðinum í framtíðinni.