Einn skammtur af bóluefninu veitir 58% vörn gegn smiti, 76% gegn sjúkrahúsinnlögn og 77% vernd gegn dauða. Sky News skýrir frá þessu og vitnar í rannsóknina sem hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.
Rannsóknin byggir á gögnum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu en á þeim tíma var B117 afbrigði veirunnar, oft kallað breska afbrigðið, það algengasta í Ísrael.
Bóluefnið veitti 16 ára og eldri 96,5% vörn gegn smiti, 98% vörn gegn sjúkrahúsinnlögn og 98,1% vörn gegn dauða eftir að 14 dagar voru liðnir frá seinni skammtinum. Bóluefnið veitti eldra fólki einnig góða vörn en 85 ára og eldri fengu 94,1% vörn gegn smiti, 96,9% gegn sjúkrahúsinnlögn og 97% vörn gegn dauða viku eftir að hafa fengið seinni skammtinn.