Eins og sjá má þá sitja Carter-hjónin í sitt hvorum stólnum og við hlið þeirra eru Jill og Joe Biden. En það sem hefur vakið athygli netverja er hið undarlega sjónarhorn sem einkennir myndina en það gerir að verkum að Carter-hjónin virðast vera mjög lítil og Biden-hjónin mjög stór.
„Ég elska þetta en Carter-hjónin líkjast fólki úr dúkkuhúsi,“ skrifaði einn á Twitter.
„Það er eins og tveir risar hafi heimsótt Carter-hjónin,“ skrifaði annar.
Jeffrey Lieber, handritshöfundur, skemmti sér greinilega vel yfir myndinni miðað við færslur hans á Twitter: „Undarlegt sjónarhorn . . . nema þetta sé atriði sem var klippt úr Hringadróttinssögu?“
Four of my favorite people…in a photo with BAFFLING perspective issues…unless this is an outtake from the first act of Lord Of The Rings. https://t.co/ycVj0IjFyC
— Jeffrey Lieber (@JeffLieber) May 4, 2021
„Ég elska allt við þessa mynd en hvað er það sem ég sé? Er þetta lítið hús? Eru Biden-hjónin risar? Eru Carter-hjónin strumpar?“ spurði Melinda Henrickson í Twitterfærslu.
Donald Trump hefur síðan ratað inn í umræðurnar því í eftirfarandi tísti er spurt hvort skrifborðið sem hann situr við á ljósmyndinni sé frá tíma Carter í Hvíta húsinu?
WAIT, Was this desk leftover from the Carter administration? pic.twitter.com/L0LDAYuNKo
— Shelby Geidner (@shelbygeidner) May 4, 2021
Jimmy Carter og Joe Biden eru gamlir vinir og samstarfsmenn. Biden var einn nánasti bandamaður Carter í forsetatíð hans. Biden var einnig fyrsti þingmaðurinn sem studdi Carter þegar hann tilkynnti að hann vildi verða forsetaframbjóðandi Demókrata. Carter-hjónin gátu ekki verið viðstödd innsetningarathöfn Biden í janúar vegna heimsfaraldursins en nú hafa þau verið bólusett gegn kórónuveirunni og því ákváðu Biden-hjónin að heimsækja þau í tilefni þess að Biden hafði verið 100 daga í embætti.