fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

45.000 vilja fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 16:31

Vísundar í Wyoming. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45.000 hafa sótt um að fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri (Grand Canyon) í Bandaríkjunum. Til stendur að fá 12 vana veiðimenn til verksins og er óhætt að segja að margir vilji taka þátt.

Það eru því ekki miklar líkur á að hreppa hnossið en þó mun meiri en að verða fyrir eldingu eða vinna í lottói.

Ætlunin er að grisja hjörð vísunda sem er í þjóðgarðinum en hún þykir vera orðin of stór og ekki bætir úr að dýrin ganga oft um svæði þar sem merkar fornminjar er að finna og önnur svæði sem ekki þykir æskilegt að þau gangi um.

Alls bárust umsóknir frá 45.040 manns um að fá að taka þátt í verkefninu. 25 nöfn verða dregin út og haft samband við viðkomandi. Af þeim fá þeir 12, sem fyrst skila inn umbeðnum gögnum, að taka þátt í veiðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana