Sydsvenskan skýrir frá þessu. Fram kemur að á Sörbäcksgatan hafi sprengja sprungið við verslun á jarðhæð húss. Á Nydalavägen þurfti að rýma stigagang í fjölbýlishúsi eftir sprenginguna. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna þar.
Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglan væri við störf á öllum þremur stöðunum og að lítið tjón hafi orðið. Á Docengatan voru sprengjusérfræðingar lögreglunnar að störfum í nótt en þar leikur grunur á að sé ósprungin sprengja.
Lögreglan telur að sprengingarnar tengist.