Danska utanríkisráðuneytið staðfesti í gær að erindi um þetta hefði borist frá forsætisráðherra Póllands. Það er heilbrigðisráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort bóluefnið verður selt.
Pólsk yfirvöld telja meiri áhættu felast í að seinka bólusetningum en að nota bóluefnið og eru því reiðubúin til að kaupa það af Dönum. Piotr Muller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar staðfesti í gær að ríkisstjórnin vilji kaupa bóluefnið af Dönum. Hann sagði einnig að Pólverjar séu tilbúnir til að kaupa önnur bóluefni gegn kórónuveirunni sem ekki verða notuð, eina skilyrðið er að þau séu samþykkt til notkunar í ESB. Danir eiga einnig nokkur hundruð þúsund skammta af bóluefninu frá AstraZeneca á lager en ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við það. Þeir höfðu samið um kaup á 8,2 milljónum skammta af bóluefninu frá Johnson & Johnson en eins og kunnugt er þarf aðeins að gefa einn skammt af því.
Rúmlega þrjár milljónir Pólverja hafa lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni en um 38 milljónir búa í landinu.