fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Bakteríur og annar óþverri – Svona ógeðsleg er andlitsgríman þín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 05:15

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú sett einnota andlitsgrímuna þína í vasann eftir notkun og síðan tekið hana upp seinna og notað? Eflaust hafa margir gert þetta en þetta er alls ekki góð hugmynd.

„Vasinn þinn er ekki hreinn. Þú hefur örugglega sett hendurnar í hann, lykla eða mynt. Það er því hætta á að örverur setjist á andlitsgrímuna. Ef þú setur hana aftur á þig geta þær borist í augun, nefið og munninn,“ sagði Anne Marie Andersen, hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, í samtali við Danska ríkisútvarpið.

En það eru ekki bara bakteríur úr umhverfinu sem sitja á notaðri andlitsgrímur því á þeim eru einnig bakteríur, veirur og annað úr munni þeirra sem nota þær. Til dæmis eftir hnerra eða hósta. „Notaðar andlitsgrímur eru ógeðslegar. Það er hægt að líkja þessu við að taka notaðan vasaklút upp og þurrka andlitið með honum. Það gerir þú ekki því hann er þakinn bakteríum og óþverra,“ sagði Andersen.

Viðurkenndar andlitsgrímur sía að minnsta kosti 95% af öllum þeim ögnum sem við öndum frá okkur. Það þýðir að agnir setjast á innanverða grímuna og þær geta verið af fjölbreyttum toga að sögn Andersen. Hún nefndi þar keðjusýkla og klasasýkla og einnig geta ónæmir klasasýklar á borð við MRSA sest þar en þeir eru ónæmir fyrir sýklalyfjum. Af þessum sökum á alls ekki að nota andlitsgrímu sem einhver annar hefur notað.

Á utanverðri grímunni sitja síðan ýmsar bakteríur og veirur úr umhverfinu. Þær geta komið úr vasanum, sem gríman var í, af hlutum sem fólk snertir áður en það setur grímuna á sig eða frá einhverjum sem hnerraði. „Ef þú ert til dæmis að versla færðu bakteríur á fingurna af öllum þeim vörum, handföngum og innkaupakerrum sem þeir snerta. Ef þú snertir andlitsgrímuna með þeim berast þær á hana. Þú skalt reyna að halda höndunum frá andlitinu. En ef þú snertir andlitsgrímuna án þess að hafa þvegið eða sprittað hendur geta bakteríur borist yfir á hana. Þess vegna er mikilvægt að henda henni þegar búið er að nota hana,“ sagði Andersen.

Það sama á við um margnota andlitsgrímur en Andersen sagði að mikil hætta sé á að fólk noti þær aftur án þess að þvo þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans