Markmið fyrirtækisins er að afhenda 1,6 milljarða skammta af bóluefninu, sem það þróaði í samvinnu við þýska fyrirtækið BioNTech, á árinu. Fyrirtækin skipta kostnaði og hagnaði af þróun og sölu bóluefnisins til helminga á milli sín.
Pfizer hefur að markmiði að hagnast á bóluefninu en það eru ekki allir bóluefnaframleiðendur sem hafa það að leiðarljósi og má nefna að Johnson & Johnson selur sitt bóluefni á kostnaðarverði svo lengi sem heimsfaraldurinn varir.