CNN segir að unnusti konunnar hafi fundið lík hennar nærri bænum Durango, sem er um 500 km suðvestur af Denver, höfuðborg ríkisins.
Maðurinn sagði lögreglunni að hann hefði komið heim klukkan 20.30 og hefði þá fundið tvo hunda parsins úti en konan var hvergi sjáanleg. Hann leitaði að henni á göngustíg þar sem hún var vön að fara í göngutúr með hundana. Þar fann hann lík hennar.
Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan fann bjarnarhár á líkinu og það bar þess merki að étið hefði verið af því.
Með aðstoð leitarhunda fundu embættismenn 10 ára birnu með tvo húna nærri staðnum þar sem líkið fannst og voru dýrin felld í varúðarskyni. Krufning á þeim leiddi í ljós að leifar af mannakjöti voru í maga birnunnar og annars húnsins.
Talið er að um 19.000 svartbirnir séu í Colorado.