fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

WHO opnar heimsfaraldursmiðstöð í Berlín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 22:30

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðheilbrigðismálastofnunin WHO ætlar að vera undir næsta heimsfaraldur búin og ætlar því að opna sérstaka heimsfaraldursmiðstöð í Berlín. Henni verður ætlað að miðla upplýsingum um nýjar veirur um leið og þær uppgötvast og sjá til þess að öll ríki heims fái upplýsingar um þær.

Í yfirstandandi heimsfaraldri hafa stjórnvöld og alþjóðastofnanir, þar á meðal WHO, verði gagnrýnd fyrir að hafa brugðist of seint við faraldrinum og að hafa ekki deilt vitneskju sinni um veiruna með alþjóðasamfélaginu. Nú hafa rúmlega 3,5 milljónir manna látist af völdum COVID-19 á því rúma ári sem er liðið síðan heimsfaraldurinn braust út og þreytu gætir meðal almennings á faraldrinum og sóttvarnaaðgerðum.

Til að heimsbyggðin verði betur undir næsta faraldur búin ætlar WHO, í samstarfi við þýsk stjórnvöld, að opna nýja heimsfaraldursmiðstöð sem á að vara ríki heims við væntanlegum farsóttum og heimsfaröldrum.

Miðstöðin verður í Berlín og er henni ætlað að þróa aðferðir og leiðir til að fylgjast með og greina upplýsingar alls staðar að úr heiminum, meðal annars á að notast við gervigreind. Ætlunin er að miðstöðin aðstoði aðildarríki WHO og vísindastofnanir við að samstilla vitneskju sína og sjá merki um hugsanlegar farsóttir tímanlega.

„Eitt af því sem við höfum lært af COVID-19 heimsfaraldrinum er að heimurinn verður að gera betur í gagnagreiningu til að hjálpa stjórnmálamönnum að taka ákvarðanir um lýðheilsu,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, þegar hann kynnti verkefnið.

Hann sagði að nútímatækni geti hraðað nauðsynlegri greiningarvinnu. „Veirur geta dreift sér hratt en upplýsingar geta borist enn hraðar,“ sagði hann.

Miðstöðin verður opnuð í haust. Þýsk stjórnvöld hafa lagt henni til 30 milljónir evra en þýskir fjölmiðlar segja enn óákveðið hversu mikla peninga WHO og önnur aðildarríki stofnunarinnar láta af hendi rakna til verkefnisins.

Stofnunin verður ekki einhverskonar stjórnvaldsstofnun heldur upplýsingagátt sem veitir vísindamönnum aðgang að ýmsum verkfærum. Ætlunin er að opinberir aðilar og einkaaðilar komi að rekstri miðstöðvarinnar auk vísindastofnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga