fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

WHO opnar heimsfaraldursmiðstöð í Berlín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 22:30

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðheilbrigðismálastofnunin WHO ætlar að vera undir næsta heimsfaraldur búin og ætlar því að opna sérstaka heimsfaraldursmiðstöð í Berlín. Henni verður ætlað að miðla upplýsingum um nýjar veirur um leið og þær uppgötvast og sjá til þess að öll ríki heims fái upplýsingar um þær.

Í yfirstandandi heimsfaraldri hafa stjórnvöld og alþjóðastofnanir, þar á meðal WHO, verði gagnrýnd fyrir að hafa brugðist of seint við faraldrinum og að hafa ekki deilt vitneskju sinni um veiruna með alþjóðasamfélaginu. Nú hafa rúmlega 3,5 milljónir manna látist af völdum COVID-19 á því rúma ári sem er liðið síðan heimsfaraldurinn braust út og þreytu gætir meðal almennings á faraldrinum og sóttvarnaaðgerðum.

Til að heimsbyggðin verði betur undir næsta faraldur búin ætlar WHO, í samstarfi við þýsk stjórnvöld, að opna nýja heimsfaraldursmiðstöð sem á að vara ríki heims við væntanlegum farsóttum og heimsfaröldrum.

Miðstöðin verður í Berlín og er henni ætlað að þróa aðferðir og leiðir til að fylgjast með og greina upplýsingar alls staðar að úr heiminum, meðal annars á að notast við gervigreind. Ætlunin er að miðstöðin aðstoði aðildarríki WHO og vísindastofnanir við að samstilla vitneskju sína og sjá merki um hugsanlegar farsóttir tímanlega.

„Eitt af því sem við höfum lært af COVID-19 heimsfaraldrinum er að heimurinn verður að gera betur í gagnagreiningu til að hjálpa stjórnmálamönnum að taka ákvarðanir um lýðheilsu,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, þegar hann kynnti verkefnið.

Hann sagði að nútímatækni geti hraðað nauðsynlegri greiningarvinnu. „Veirur geta dreift sér hratt en upplýsingar geta borist enn hraðar,“ sagði hann.

Miðstöðin verður opnuð í haust. Þýsk stjórnvöld hafa lagt henni til 30 milljónir evra en þýskir fjölmiðlar segja enn óákveðið hversu mikla peninga WHO og önnur aðildarríki stofnunarinnar láta af hendi rakna til verkefnisins.

Stofnunin verður ekki einhverskonar stjórnvaldsstofnun heldur upplýsingagátt sem veitir vísindamönnum aðgang að ýmsum verkfærum. Ætlunin er að opinberir aðilar og einkaaðilar komi að rekstri miðstöðvarinnar auk vísindastofnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“