fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Nú má aftur skrifa að kórónuveiran sé mannanna verk – Joe Biden á þar hlut að máli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 05:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um uppruna kórónuveirunnar, sem veldur yfirstandandi heimsfaraldri, hefur fengið byr undir báða vængi að undanförnu. Þær raddir verða fyrirferðarmeiri sem telja ekki útilokað að veiran hafi sloppið út frá rannsóknarstofu í Wuhan í Kína en því neita Kínverjar. Einnig hefur því verið fleygt að hún hafi verið búin til af mönnum. Umræðan hefur haft áhrif á samfélagsmiðilinn Facebook því nú mun hann ekki lengur fjarlægja færslur um að veiran hafi verið búin til af mönnum.

Samkvæmt frétt Politico mun Facebook nú hætta að fjarlægja færslur og ummæli þar sem fram eru settar staðhæfingar um að veiran hafi verið búin til af mönnum. Þetta kemur fram í tölvupósti frá talsmanni Facebook til Politico. „Í ljósi yfirstandandi rannsókna á uppruna COVID-19 og á grundvelli ráðlegginga frá sérfræðingum okkar í heilbrigðismálum munum við ekki lengur fjarlægja staðhæfingar um að COVID-19 hafi verið búin til af mönnum,“ segir einnig í tölvupóstinum. Einnig segir að Facebook muni áfram vinna með sérfræðingum í heilbrigðismálum og fylgjast náið með framvindu heimsfaraldursins og uppfæra stefnu sína í samræmi við nýjar staðreyndir.

Á fimmtudaginn sendi Hvíta húsið frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Joe Biden, forseti hafi beðið leyniþjónustustofnanir um að herða enn frekar vinnuna við að rannsaka hvort kórónuveiran hafi borist í menn frá dýrum eða hvort „rannsóknarstofuslys“ hafi átt sér stað í Kína.

Biden fékk nýlega skýrslu frá leyniþjónustustofnunum um uppruna kórónuveirunnar en í fréttatilkynningunni kemur fram að enn sé þeirri spurningu ósvarað hvort veiran hafi borist úr dýrum í menn eða hvort óhapp í rannsóknarstofu hafi átt sér stað og hrundið heimsfaraldrinum af stað.

Biden gaf leyniþjónustustofnununum 90 daga til að vinna skýrslu um málið.

Þetta gerðist nokkrum dögum eftir að The Wall Street Journal birti frétt um að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar í Wuhan, sem hefur verið nefnd sem hugsanlegur upphafsstaður veirunnar, hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í nóvember 2019 með einkenni sem líktust COVID-19. Einnig kemur fram í fréttinni að einnig geti hafa verið um venjuleg flensueinkenni að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið