fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

„Horfin“ í þrjú ár – Dularfullar myndir kynda undir umræðu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 06:59

Latifa til hægri á myndinni. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið tekin í gíslingu. Þetta hús er orðið að fangelsi,“ sagði Latifa prinsessa á myndbandsupptöku sem var smyglað út úr „fangelsinu“ hennar í febrúar á þessu ári. Síðan hefur ekkert heyrst né sést til hennar fyrr en á fimmtudaginn. Þá voru birtar myndir af henni á Instagram og aftur á föstudaginn og aftur á laugardaginn.  Latifa er dóttir Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum, sem er valdamesti maðurinn í Dubai.

En þrátt fyrir að nú hafi á vissan hátt borist lífsmark frá prinsessunni, sem hefur sjálf sagt að henni sé haldið fanginni gegn vilja sínum, þá eru enn uppi efasemdir um hvort hún er frjáls ferða sinna.

Saga Latifa, sem er 35 ára, hófst 2018 þegar myndbandi af henni var dreift á netinu og vakti það mikla athygli. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Annað hvort er ég dáin eða í mjög slæmri stöðu,“ segir hún. Myndbandið var tekið áður en hún flúði frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en hún sagðist vera að flýja kúgun, frelsissviptingu og misnotkun af hálfu föður síns.

Í febrúar 2018 fór hún um borð í lítinn bát og sigldi út í stærri bát þar sem fyrrverandi franskur njósnari var meðal annars um borð. Stefna var tekin á Indland og frelsi. Flóttinn mistókst og prinsessan var handtekin og hvarf sjónum þar til fyrrnefnt myndband var birt. En þrátt fyrir að augu heimsins hafi beinst að föður hennar gerðist ekkert í málinu fyrr en í árslok 2018 þegar yfirvöld í furstadæmunum birtu mynd af Latifa með Mary Robinson, fyrrum yfirmanni mannréttindastofnunar SÞ.

Þessi mynd var birt á föstudaginn. Mynd:Instagram

Síðan varð aftur þögn þar til í febrúar á þessu ári en þá birtist myndbandið af henni þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni í einbýlishúsi. „Allir gluggar eru negldir aftur, ég get ekki opnað einn einasta glugga. Það eru fimm lögreglumenn fyrir utan og tvær lögreglukonur inni. Ég get ekki farið út,“ sagði hún. Myndbandið var tekið upp á farsíma sem Latifa virðist hafa látið smygla inn til sín og síðan aftur út.

Skjáskot af myndbandinu sem var smyglað út í febrúar.

Margir létu mál hennar til sín taka, þar á meðal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Mannréttindastofnun SÞ sem krafðist sannana fyrir að Latifa væri á lífi en ekkert gerðist fyrr en á fimmtudaginn þegar byrjað var að birta myndir af henni á Instagram. Rétt er að hafa í huga að myndirnar eru ódagsettar.

Nú velta margir vöngum yfir hver tilgangurinn er með þessum myndabirtingum. Er verið að reyna vekja athygli á málinu á nýjan leik eða eru yfirvöld í furstadæmunum að svara SÞ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú