Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að túlkarnir hafi verið í hættu allt síðan breskar hersveitir hættu þátttöku í átökum í Helmand 2014 en að óttast sé að enn meiri hætta muni stafa að þeim þegar Bretarnir hverfa alfarið á brott.
Mörg hundruð túlkar og fjölskyldur þeirra hafa nú þegar sest að í Bretlandi en með nýju áætluninni er reiknað með að mörg hundruð til viðbótar flytji til Bretlands. Ben Wallace, varnarmálaráðherra, sagði að þetta þýði að rúmlega 3.000 manns eigi rétt á að flytja til Bretlands.
Hann sagði það sitt mat að það væri skylda Breta að heimila þessu fólki að flytja til Bretlands. Það hafi aðstoðað Breta í Afganistan og líf þeirra sé í hættu.