fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Grunaðir um framleiðslu á 249 milljónum sígaretta – Sviku danska ríkið um 9 milljarða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 23:00

Óbeinar reykingar eru skaðlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars lét danska lögreglan til skara skríða gegn glæpahópi sem hélt til á gömlum bóndabæ í Vamdrup nærri Kolding á Jótlandi. Búið var að breyta bænum í sígarettuverksmiðju. Í henni fann lögreglan fullkominn tækjabúnað til framleiðslu á sígarettum og um 11 milljónir sígaretta sem höfðu verið framleiddar þar. Engin leyfi voru fyrir þessari framleiðslu.

61 árs Pólverji, sem á bæinn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum og lýst eftir honum á alþjóðavettvangi. Hann hefur nú verið handtekinn og framseldur til Danmerkur þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Jydske Vestkysten skýrir frá þessu.

Alls eru 14 karlar, á aldrinum 32 til 70 ára, í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa framleitt tæplega 249 milljónir sígarettna, hið minnsta, frá því í mars 2020 fram til 2. mars 2021.

Það var með samvinnu lögreglunnar á Jótlandi, Evrópulögreglunnar Europol, skattyfirvalda og tollyfirvalda sem verksmiðjan fannst.

Jydske Vestkysten segir að danska ríkið hafi orðið af 453 milljónum danskra króna, sem jafngildir um 9 milljörðum íslenskra, króna vegna framleiðslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur