Paul Verhoef, hjá ESA, sagði nýlega á fréttamannafundi að margar þjóðir hafi í hyggju að senda fólk til tunglsins. Það verði dýrt að koma upp fjarskiptakerfi þar en það sé þess virði.
Eins og staðan er núna þurfa geimfarar að taka fjarskiptabúnað með sér út í geiminn. Slíkur útbúnaður er dýr og vegur oft um 40 kíló. Það mun því auðvelda málin ef sameiginlegu fjarskiptakerfi verður komið upp á braut um tunglið. Geta geimfarar þá einfaldlega tengt sig við það að sögn ESA.
Þeir þurfa þá ekki lengur að taka fjarskiptabúnað með sér út í geiminn.