fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

ESA hyggst koma upp Internetsambandi og GPS á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 15:30

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daglega notum við gervihnetti, sem eru á braut um jörðina, til margvíslegra hluta. Um þá fer mikið af fjarskiptum, beinar útsendingar í sjónvarpi og GPS-staðsetningarkerfið byggir á gervihnöttum. Í framtíðinni verður einnig mikilvægt að geta átt í álíka fjarskiptum á tunglinu og einnig þurfa geimfarar að rata þar um. Af þeim sökum ætlar Evrópska geimferðastofnunin ESA nú að koma upp Internetsambandi á tunglinu og GPS-kerfi. Hefur stofnunin nú tilkynnt að verkið verði boðið út.

Paul Verhoef, hjá ESA, sagði nýlega á fréttamannafundi að margar þjóðir hafi í hyggju að senda fólk til tunglsins. Það verði dýrt að koma upp fjarskiptakerfi þar en það sé þess virði.

Eins og staðan er núna þurfa geimfarar að taka fjarskiptabúnað með sér út í geiminn. Slíkur útbúnaður er dýr og vegur oft um 40 kíló. Það mun því auðvelda málin ef sameiginlegu fjarskiptakerfi verður komið upp á braut um tunglið. Geta geimfarar þá einfaldlega tengt sig við það að sögn ESA.

Þeir þurfa þá ekki lengur að taka fjarskiptabúnað með sér út í geiminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi