fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar um hrottaleg morð á þýsku sambýli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 07:00

Lögreglan á vettvangi í síðustu viku. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta miðvikudagskvöld myrti 51 árs kona fjóra heimilismenn á Oberlin Klinik sambýlinu í Potsdam í Þýskalandi. Á sambýlinu er deild fyrir þroskahefta og það var á þeirri deild sem konan framdi morðin. Hún myrti tvo karla og tvær konur. Tvö af fórnarlömbunum höfðu búið á sambýlinu frá barnæsku. Konan særði einn sjúkling til viðbótar.

Samkvæmt frétt Postdamer stakk konan fórnarlömbin margoft í hálsinn. Hún starfaði á deildinni. Hún er sögð hafa ekið heim til sín eftir ódæðisverkið og er heim var komið hafi hún skýrt eiginmanni sínum frá hvað hún hafði gert skömmu áður. Eiginmaðurinn tilkynnti lögreglunni strax um málið og konan var handtekin skömmu síðar.

Í tilkynningu, sem lögreglan sendi frá sér, kemur fram að rannsókn hafi leitt í ljós að fórnarlömbin hafi öll verið með mikla áverka af völdum „mikils ofbeldis“.

„Ég er í áfalli. Þetta er svo sorglegt,“ hefur Bild eftir ónafngreindum starfsmanni á sjúkrahúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás
Pressan
Í gær

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina

Segir að svona sé hægt að koma upp um framhjáhald makans – Næstum allir nota sömu afsökunina
Pressan
Í gær

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi
Pressan
Í gær

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju fáum við hlaupasting?

Af hverju fáum við hlaupasting?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins