Á sunnudaginn afhentu bandarískir hermenn afgönskum kollegum sínum yfirráð yfir Antonik herstöðinni í Helmand héraði. Herstöðin verður framvegis notuð af afgönskum sérsveitum sem hafa hlotið þjálfun hjá bandarískum hermönnum og hermönnum frá NATO í baráttu við hryðjuverkamenn.
Bandaríkjamenn gerðu loftárás á sveitir Talibana í Kandahar á laugardaginn.
Stjórnarherinn tókst á við Talibana víða um land á laugardag og sunnudag og féllu rúmlega 100 Talibanar í þeim og 52 særðust. Ekki hefur verið skýrt frá hvort mannfall hafi orðið hjá stjórnarhernum. Talibanar hafa ekki sagt neitt um átök helgarinnar.
Um 2.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan en brottflutningur þeirra hófst á laugardaginn og á að vera lokið fyrir 11. september. Í heildina eru um 9.600 erlendir hermenn í landinu og verða þeir allir kvaddir heim á næstu mánuðum. Afganskir embættismenn segja að allir útlendir hermenn verði nú fluttir í Bagram herstöðina sem er stærsta bandaríska herstöðin í landinu.