fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Talíbanar lofa stjórnarerindrekum og mannúðarsamtökum öryggi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. maí 2021 18:00

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar tilkynningar ástralska stjórnvalda um síðustu helgi um að þau ætli að loka sendiráði landsins í Afganistan hafa Talíbanar, sem eru skilgreindir sem hryðjuverkasamtök, heitið stjórnarerindrekum og mannúðarsamtökum, öryggi í Afganistan.

Ástralar tilkynntu um lokun sendiráðsins og sögðu ástæðuna vera skort á öryggi í landinu. Margir sérfræðingar hafa einnig bent á að mannúðarsamtök muni neyðast til að hætta störfum í þessu stríðshrjáða landi þegar erlendar hersveitir hafa verið fluttar á brott í haust. Þá má að þeirra mati búast við enn meira ofbeldi, átökum og sprengjuárásum.

AFP hefur eftir Mahammad Naeem, talsmanni Talíbana, að hreyfingin fullvissi alla erlenda stjórnarerindreka og allt starfsfólk mannúðarsamtaka um að þeim stafi engin hætta af Talíbönum. „Við munum tryggja þeim öruggt starfsumhverfi,“ sagði hann.

Talíbanar ráða lögum og lofum eða eru áhrifamiklir í um helmingi landsins. Þeir hyggjast velta lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins sem nýtur stuðnings alþjóðasamfélagsins. Auk Talíbana lætur Íslamska ríkið einnig mikið að sér kveða í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár