Aðvörun hans kemur um sex mánuðum eftir að Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilkynnti um „skammvinna“ hernaðaraðgerð í héraðinu. Hún stendur enn yfir.
Um sjö milljónir búa í Tigray. Lowcock sagði að um tvær milljónir íbúa héraðsins hafi hrakist frá heimilum sínum eftir að átökin brutust út í nóvember.
SÞ telja að um 90% af uppskeru ársins hafi eyðilagst vegna átakanna og að auki hefur 80% af búfénaðinum í héraðinu verið stolið eða hann drepinn.
Átökin í héraðinu eru á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna úr röðum Frelsishreyfingar Tigray.
Öryggisráðið gafst í mars upp við að reyna að ná samkomulagi um að krefjast þess að átökin í Tigray verði stöðvuðu. Aðalástæðan er andstaða Rússa og Kínverja við slíka ályktun.