fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Segir að kaþólskur prestur hafi myrt unglingspilt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 18:00

Danny Croteau.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fengu lögreglumenn í Hampden í Massachusetts í Bandaríkjunum gefna út handtökuskipun á hendur kaþólska prestinum Richard R. Lavigne en hann er grunaður um að hafa myrt 13 ára pilt fyrir tæpri hálfri öld.  Ekki varð þó af því að Lavigne væri handtekinn því hann lést á sjúkrahúsi á föstudagskvöldið.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að saksóknari hafi skýrt frá því að Lavigne hafi verið veikur um langa hríð.

Saksóknari segist fullviss um að Lavigne hafi myrt Daniel Croteau, 13 ára, þann 14. apríl 1972. Hann fannst látinn í Connecticut River í Chicopee í Massachusetts. Hann var í fötunum sem hann hafði klæðst í kaþólska skólanum, sem hann sótti, daginn áður.

Daniel og bræður hans voru altarisdrengir hjá Lavigne í Saint Catherine of Sienna í Springfield. Lavigne fór margoft með bræðurna í ferðalög og hafði boðið þeim að gista heima hjá foreldrum sínum í Chicopee nokkrum sinnum.

Richard Lavigne.

Lavigne var rekinn úr starfi hjá kaþólsku kirkjunni 2004 en margar kvartanir höfðu borist um ósæmilega hegðun hans, þar á meðal kynferðisbrot.

Lögreglan yfirheyrði Lavigne í apríl og maí á þessu ári en hann játaði ekki að hafa myrt Daniel. Hann reyndi að villa um fyrir lögreglunni að sögn saksóknara sem sagðist þess fullviss að Lavigne hafi myrt Daniel í apríl 1972. Foreldrar hans eru látnir en bróðir hans, Joe Croteau, þakkaði lögreglunni fyrir að hafa leyst málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði