Í síðustu viku tilkynntu bandarísk stjórnvöld að landið muni gefa fátækum ríkjum heims 80 milljónir skammta af bóluefnum gegn COVID-19. Nú hefur Evrópusambandið ákveðið að fara sömu leið. Á leiðtogafundi þess á þriðjudaginn var ákveðið að gefa fátæku ríkjum heimsins að minnsta kosti 100 milljónir skammta fyrir árslok 2021.
Fyrir fundinn hafði verið ákveðin óvissa um hversu marga skammta aðildarríkin myndu gefa fátæku ríkjunum en niðurstaðan var sem sagt að minnsta kosti 100 milljónir skammta. Fyrir fundinn höfðu stór aðildarríki á borð við Þýskaland, Frakkland og Ítalíu heitið að gefa stóran hluta af þessu magni.