The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að höfundar rannsóknarinnar beini því til stjórnvalda um allan heim að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja. 2019 var tala reykingafólks komin upp í 1,1 milljarð um allan heim. Fjölgaði reykingafólki um 150 milljónir frá 1990. Höfundarnir segja að yfirvöld verði að beina sjónum sínum að ungu fólki en 89% nýrra reykingamanna urðu háðir tóbaki þegar þeir voru yngri en 25 ára. Þeir segja að ólíklegt sé að fólk eldra en 25 ára byrji að reykja.
Þrátt fyrir ýmsar forvarnaraðgerðir víða um heim á síðustu þremur áratugum fjölgaði körlum, sem reykja, í 20 ríkjum og konum, sem reykja, fjölgaði í 12 ríkjum. Tveir þriðju hlutar allra reykingamanna búa í 10 ríkjum en þau eru: Kína, Indland, Indónesía, Bandaríkin, Rússland, Bangladess, Japan, Tyrkland, Víetnam og Filippseyjar. Ein af hverjum þremur reykingamönnum, eða 341 milljón, býr í Kína.