fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Voru Ross og Rachel í „pásu“? Nú hafa leikararnir svarað því

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 06:59

Voru þau í pásu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa aðdáendur þáttanna um Vini (Friends) velt fyrir sér, rifist og verið andvaka yfir spurningunni um hvort Ross og Rachel hafi verið í „pásu“ þegar Ross svaf hjá annarri konu. Samband þeirra í þáttunum var svona „sundur og saman samband“ en á ákveðnum tímapunkti tóku þau sér hlé frá sambandinu, að minnsta kosti taldi Ross það.

Umræður hafa staðið yfir um þetta stóra mál í um 20 ár og standa enn yfir. En í kitlunni fyrir nýja endurfundaþátt Vinanna koma leikararnir sjálfir með svör við hvað þeim finnst um þetta.

Hinn þaulreyndi þáttastjórnandi James Corden ræðir við leikarana í endurfundaþættinum og spyr þau hreint út: „Voru Ross og Rachel í pásu?“

„Já, já, já, já,“ svara fjórir af leikurunum strax en Matt LeBlanc, sem lék Joey, var ekki sömu skoðunar. „Bullshit“ (kjaftæði) sagði hann. En í kitlunni kemur ekki fram hvað David Schwimmer, sem lék Ross, sagði. Við verðum víst að bíða eftir að sjá þáttinn í fullri lengd til að fá að vita afstöðu hans til þessa stóra máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist