Málið hefur skokið þýskt samfélag enda er það að vissu leyti með miklum ólíkindum. Franco stal skotfærum frá hernum og ætlaði að meðal annars að ráðast á Heiko Maas, þáverandi dómsmálaráðherra, og Claudia Rath, varaforseta þingsins.
Hann var handtekinn í Vínarborg í Austurríki í febrúar 2017 þegar hann ætlaði að sækja hlaðna skammbyssu sem hann hafði falið á salerni á flugvellinum eftir samkvæmi hermanna.
Ári áður sótti hann um hæli í Þýskalandi og gaf upp sýrlenskt nafn. Honum tókst að telja yfirvöldum trú um að hann væri flóttamaður þrátt fyrir að hann talaði ekki orð í arabísku en hann talaði hins vegar frönsku. Hann fékk tímabundið dvalarleyfi í Þýskalandi.
Á sama tíma gegndi hann herþjónustu í sameiginlegri fransk-þýskri hersveit sem var staðsett í Frakklandi. Hann ferðaðist síðan til Þýskalands þegar hann var í fríi og lék hlutverk sitt sem flóttamaður.
Hann þóttist vera ávaxtasali frá Damaskus í umsókn sinni um hæli. Hann fékk 409 evrur á mánuði í framfærslueyri og pláss í mótttökumiðstöð fyrir flóttamenn.
Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir fram í ágúst.