fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Svíar tróna á toppi dapurlegs lista – Hvergi í Evrópu eru fleiri myrtir með skotvopnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar tróna á toppi dapurlegs lista yfir þau Evrópuríki þar sem flestir eru myrtir með skotvopnum. 22 ríki eru á listanum en hann nær yfir tímabilið frá 2000 til 2019. Hann sýnir að almennt séð fækkaði morðum með skotvopnum á þessum tíma í Evrópu nema í Svíþjóð þar sem þeim fjölgaði mikið.

Samkvæmt frétt Sænska ríkisútvarpsins var sænska forvarnarráðinu falið að taka saman upplýsingar um morð með skotvopnum í landinu. Samantektin sýnir að árið 2000 var Svíþjóð neðst á listanum yfir þau 22 ríki sem voru höfð til samanburðar. 2018 voru þeir hins vegar á toppnum.

Frá 2013 hefur morðum, þar sem skotvopn eru notuð, farið sífellt fjölgandi í Svíþjóð. Átta af hverjum tíu morðum, sem tengjast undirheimunum, voru framin með skotvopnum. Skipulögð glæpagengi tengjast oft þessum morðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans