fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Skelfilegur sjúkdómur herjar á Indverja – Sjúklingar geta misst hluta af andlitinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 06:00

Sjúklingur á sjúkrahúsi í Eluru. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar herjar af miklum krafti á Indverja og er ástandið í landinu skelfilegt. Ekki er það til að bæta ástandið að lífshættuleg sveppasýking herjar einnig á landið.  Sjúkdómurinn breiðist nú svo hratt út að sérfræðingar vilja að lýst verði yfir faraldri af hans völdum að sögn Hindustan Times.

Sýkingin er lífshættuleg og nú eru Indverjar að verða uppiskroppa með eina lifið sem virkar gegn sjúkdómnum. Um er að ræða svokallaðan svartan svepp, mukromyukose, sem er afar sjaldgæfur en hins vegar mjög illskeyttur þegar hann nær að sýkja fólk sem er með veikburða ónæmiskerfi.

Yfirleitt er það sykursjúkt fólk sem er í einna mestri hættu á að smitast af sveppnum eða fólk með aðra blóðsjúkdóma. Sveppurinn berst inn í æðarnar og sýkir til dæmis vef í ennisholum, heila, húðinni og lungunum.

Tölur frá Indlandi sýna að 84% þeirra sem smitast af sveppnum núna er fólk sem hefur verið með COVID-19. Möguleg ástæða þess er að margir COVID-19 sjúklingar eru meðhöndlaðir með lyfjum sem slá á virkni ónæmiskerfisins. Um 5.500 tilfelli hafa greinst að undanförnu.

COVID-19 sjúklingarnir fá oft fyrstu einkenni sveppasýkingarinnar þremur til fjórum vikum eftir að þeir hafa jafnað sig. Þeir kvarta þá undan sjóntruflunum og verkjum öðru megin í andlitinu. India Today skýrir frá þessu.

Mukormykose er nánast alltaf banvæn sýking ef hún er ekki meðhöndluð fljótt. En læknar segja að nú sé lyfið Amphotericin-B, sem er notað gegn sýkingunni, að verða búið í landinu og það sama á við um stera sem eru notaðir með lyfinu.

Sveppurinn berst með lofti, eins og kórónuveiran. Ef sjúklingar fá ekki meðhöndlun ræðst sveppurinn á andlitið og sjúklingar eiga á hættu að missa augu, nef eða aðra hluta andlitsins. Þrátt fyrir að hægt sé að veita meðhöndlun við sjúkdómnum þá er hann oft banvænn. Læknar segja að miklu máli skipti að hefja meðferð á fyrstu þremur til fjórum dögum sýkingarinnar. Dæmi eru um að læknar hafi þurft að taka augu úr fólki vegna sjúkdómsins. Að minnsta kosti 200 manns hafa látist af völdum hans fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim