fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Repúblikanar fordæma flokkssystur sína eftir ummæli hennar um Helförina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 15:00

Marjorie Taylor Greene er ansi umdeild. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir áhrifamiklir Repúblikanar gagnrýndu á þriðjudaginn flokkssystur sína, þingkonuna Marjorie Taylor Greene, fyrir ummæli hennar í síðustu viku. Þá líkti hún kröfu um að fólk noti andlitsgrímur og láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni við ofsóknir nasista á hendur gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni.

Greene líkt kröfunni um notkun andlitsgrímna við hvernig nasistar neyddu gyðinga til að bera svokallaðar gyðingastjörnur á bringunni. Hún var gagnrýnd fyrir þessi ummæli sín en það hélt ekki aftur af henni nokkrum dögum síðar þegar hún líkti fyrirætlunum bandarískrar verslunarkeðju um að gera kröfu um að viðskiptavinir sýni bólusetningarvottorð, þegar þeir koma í verslanir keðjunnar, á sama hátt.

„Marjorie hefur rangt fyrir sér og ákvörðun hennar um að líkja hryllingi Helfararinnar við það að nota andlitsgrímu er viðbjóðsleg. Helförin er það versta sem hefur verið gert í sögunni. Ég vil taka skýrt og greinilega fram að þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni fordæma þessi ummæli,“ segir í yfirlýsingu frá Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni.

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, var einnig ósáttur við ummæli Greene. „Þetta er eitt af fjölmörgum köstum hennar sem eru ekkert annað en hneykslanleg og viðbjóðsleg,“ sagði hann. McConnell hefur áður lýst yfir óánægju sinni með Greene. Í febrúar sagði hann ummæli hennar vera krabbameinsæxli í Repúblikanaflokknum.

Greene hefur verið iðin við að dreifa samsæriskenningum, bæði áður en hún var kjörin á þing og eftir það. Hún hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um að bandarísk stjórnvöld hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september 2001 og að margar skotárásir í skólum hafi verið sviðsettar. Hún er einnig þekkt sem dyggur stuðningsmaður Donald Trump, fyrrum forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla