fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Hvað gerðist í Wuhan? Ný skýrsla vekur upp grunsemdir varðandi uppruna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 06:00

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 2019 leituðu þrír starfsmenn rannsóknarstofu í Wuhan í Kína á sjúkrahús og voru þeir með einkenni COVID-19. Á rannsóknarstofunni er unnið við rannsóknir á ýmsum veirum og hefur hún verið nefnd til sögunnar sem upprunastaður kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina.

Í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, dagsettri 15. janúar, kemur fram að þrír starfsmenn rannsóknarstofunnar hafi leitað á sjúkrahús í nóvember 2019 og hafi þeir verið með einkenni COVID-19. Wall Street Journal skýrir frá þessu.  Þetta hefur blásið nýju lífi í kenningar um að veiran hafi sloppið út frá rannsóknarstofunni fyrir mistök.

Áður hafði komið fram að í minnisblaði bandarískra stjórnvalda var skýrt frá því að nokkrir starfsmenn rannsóknarstofunnar hefðu veikst haustið 2019 og hafi verið með „einkenni sem bæði COVID-19 og venjuleg inflúensa geta valdið“. Nú fer Wall Street Journal nánar út í þetta og segir að um þrjá vísindamenn hafi verið að ræða og að þeir hafi veikst samtímis í nóvember 2019 og hafi verið svo veikir að þeir þörfnuðust sjúkrahúsinnlagnar.

Á laugardaginn sögðu bandarískir fjölmiðlar frá því að Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, sé ekki sannfærður um að kórónuveiran hafi þróast á náttúrulegan hátt.  Hann er sagður hafa lýst yfir efasemdum um það og telji að halda eigi áfram að rannsaka hvað gerðist í Kína og að þeirri rannsókn verði ekki hætt fyrr en niðurstaða liggur fyrir.  Þetta sagði hann á fundi hjá Politifact fyrr í mánuðinum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað því að veiran hafi sloppið út frá rannsóknarstofunni í Wuhan. Shi Zhengli, yfirmaður rannsóknarstofunnar, sagði starfsfólki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO fyrr á árinu að enginn starfsmaður hefði greinst með mótefni gegn kórónuveirunni og að enginn veikindi hefðu komið upp hjá starfsfólkinu.

Starfsfólki WHO var leyft að koma til Kína í janúar til að rannsaka upptök veirunnar og í fyrstu skýrslu rannsóknarhópsins kemur fram að veiran hafi líklega borist frá leðurblökum yfir í fólk með viðkomu í þriðju dýrategundinni. Í skýrslunni kom fram að það væri „mjög ólíklegt“ að veiran hefði borist frá fyrrnefndri rannsóknarstofu. WHO sagði einnig að Kínverjar hefðu ekki viljað veita aðgang að gögnum rannsóknarstofunnar, þar á meðal skráningum á öryggisbrestum. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, sagði þá að rannsaka þyrfti þátt rannsóknarstofunnar betur.

Kínversk yfirvöld segja að fyrsta þekkta tilfelli COVID-19 hafi komið upp 8. desember 2019 en í skýrslu WHO segir að veiran geti hafa breiðst út í Wuhan áður. 92 tilfelli frá í október og nóvember eru nefnd til sögunnar í skýrslunni og sögð geta hafa verið af völdum kórónuveirunnar.

Peter Daszak, sem var í rannsóknarhópi WHO, sagði í mars að líklega hefði veiran átt upptök sín á dýrabúgörðum sem kínversk yfirvöld lokuðu í febrúar. Þessir búgarðar seldu dýr á dýramarkaði í Wuhan en hann hefur oft verið nefndur sem upphafsstaður veirunnar. Á honum eru margar dýrategundir seldar til matar, þar á meðal margar framandi tegundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið