Í flestum þróuðum ríkjum hefur þetta markmið nú náðst og vel það en í fátæku ríkjunum er staðan allt önnur. Til dæmis gengur erfiðlega að koma bólusetningum af stað af einhverjum krafti í Afríku. Samkvæmt tölum frá Our World In Data þá er búið að bólusetja 27,6 milljónir Afríkubúa en það eru um 1,58% af íbúum álfunnar. Í Asíu er hlutfallið um 5% en í ríkjum Evrópusambandsins er það 35%.
Ghebreyesus hvatti til alþjóðlegrar samvinnu til að tryggja að hægt verði að bólusetja fólk í öllum ríkjum heims, ekki bara í ríku löndunum. Hann sagði einnig að í árslok eigi helst að vera búið að bólusetja 30% íbúa allra ríkja heims gegn kórónuveirunni.
WHO hefur margoft hvatt ríku löndin til að senda bóluefni til fátækra ríkja í staðinn fyrir að bólusetja ungt fólk. WHO hefur hrundið hinu svokallað COVAX-samstarfi af stað en því er ætlað að tryggja að fátæku ríkin fái einnig bóluefni. Í gær tilkynntu Danir að þeir ætli að gefa þrjár milljónir skammta til verkefnisins.