fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Slaka á skotvopnalöggjöfinni í Texas – Ekki þarf leyfi eða þjálfun til að eiga skammbyssur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, segist ætla að staðfesta lög sem þing ríkisins samþykkti í gær en með þeim verða síðustu stóru takmarkanirnar á skotvopnalöggjöf ríkisins afnumdar. Þingið samþykkti lögin þrátt fyrir hörð mótmæli margra samtaka, þar á meðal samtaka lögreglumanna sem segja að lögin muni stefna almenningi og lögreglumönnum í mikla hættu.

Samkvæmt nýju lögunum verður fólki heimilt að bera skammbyssur og eiga þær án þess að hafa skotvopnaleyfi og þarf fólk ekki að hljóta þjálfun í notkun þeirra né fara í gegnum svokallaða bakgrunnsskoðun þegar það kaupir þær.

The Guardian segir að samtök lögreglumann séu á móti lögunum og telji þau stofna lífi almennings og lögreglumanna í hættu. Samtök, sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf, eru einnig á móti lögunum og benda á ófagra sögu Texas hvað varðar fjöldamorð með skotvopnum, þar á meðal í verslun Walmart í El Paso, kirkju í Sutherland Springs og í menntaskóla nærri Houston.

Skotvopnalöggjöfin í Texas er ein sú frjálslyndasta í Bandaríkjunum. Rúmlega 1,6 milljónir íbúa ríkisins eru skráðir eigendur skammbyssna.

Stuðningsmenn nýju laganna segja að þau gefi fólki betri möguleika á að verja sig á almannafæri og að þau afnemi einnig óþarfa takmarkanir á stjórnarskrárvörðum rétti landsmanna til að eiga og bera skotvopn.

Texas bætist nú í hóp tæplega tuttugu ríkja Bandaríkjanna sem heimila fólki að eiga og bera skammbyssur án mikilla kvaða og verður Texas langfjölmennasta ríkið í þessum hópi. Samtök skotvopnaeigenda, The National Rifle Association, eru meðal þeirra sem styðja lögin og segja það vera eitt mikilvægasta skrefið í sögu Texas hvað varðar réttindi skotvopnaeigenda.

Nú þegar má bera riffla á almannafæri í Texas án þess að hafa til þess sérstakt leyfi. Nýju lögin munu heimila öllum 21 árs og eldri að bera skammbyssur ef þeir hafa ekki hlotið refsidóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti