fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Sérþjálfaðir hundar geta fundið COVID-19 í 94% tilfella

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 19:14

Hundur í þjálfun til að finna COVID-19 sýkt fólk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar, sem hafa verið þjálfaðir til að finna lyktina sem fylgir COVID-19, geta fundið smitað fólk í 95% tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Það voru vísindamenn hjá London School of Hygiene & Tropical Medicine og Durham University sem gerðu rannsóknina í samstarfi við góðgerðasamtökin Medical Detection Dogs. 3.500 lyktarsýni, sem almenningur og heilbrigðisstarfsfólk hafði gefið, voru notuð við rannsóknina.

Hundarnir fundu þau sýni, sem voru frá fólki sem var með COVID-19, í 94,3% tilfella. Lítil hætta var á að þeir gerðu mistök.

Sex hundar tóku þátt í þeim hluta rannsóknarinnar þar sem hvorki þeir né vísindamennirnir vissu hvaða lyktarsýni voru frá smituðu fólki. Hundarnir reyndust geta greint þau sýni rétt sem voru úr fólki sem var einkennalaust og fólki með einkenni sjúkdómsins. Þetta átti bæði við um sýni sem innihéldu mikið af veirunni og þau sem innihéldu lítið af henni.

Sky News segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að hægt sé að nota hunda á flugvöllum og í höfnum til að leita að smituðu fólki. Tveir hundar geti afgreitt 300 manns á hálfri klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“