fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir að Trump sé reiðubúinn til að fórna börnunum sínum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 06:59

Donald Trump mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel að Donald Trump muni snúast gegn öllum, einnig börnunum.“ Þetta sagði Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, í samtali við MSNBC.com um þá staðreynd að saksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á málum tengdum fyrirtækjum Trump.

Það sem er til rannsóknar er hvort Trumpsamsteypan hafi villt fyrir lánveitendum og tryggingafélögum um virði fasteigna og annarra eigna og hvort fyrirtækið hafi ekki greitt það sem því bar í skatt.

Ef til þess kemur að ákæra verður gefin út í málinu þá er Trump reiðubúinn til að fórna öllum í kringum sig til að sleppa við fangelsisdóm að mati Cohen. Hann sagði að þar á meðal væru börn hans, Eric, Donald Jr. og Ivanka en þau eru öll í toppstöðum hjá fyrirtækjasamstæðunni sem nú er til rannsóknar.

„Ég tel í alvöru að Donald Trump muni aðeins hafa áhyggjur af sjálfum sér þegar hann áttar sig á að spilið sé tapað,“ sagði Cohen sem var lögmaður Trump frá 2006 til 2018. Hann hefur skýrt opinskátt frá þeim lögbrotum sem hann gerðist sekur um þegar hann starfaði fyrir Trump og var dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik, svindl með kosningafé og fyrir að hafa fengið greitt fyrir að fela slóð Trump eftir ástarævintýri hans utan hjónbands, þar á meðal með klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels.

Cohen segir að viðbrögð Trump við skattrannsókninni verði svipuð og hvað varðar önnur mál honum tengd. „Það er aldrei Donald sem gerir eitthvað. Það er alltaf einhver annar. Hann mun segja þeim að allir aðrir hafi vitað um þetta en ekki hann sjálfur. Donald Jr. sá um þetta, Ivanka sá um skattamálin. Þið eigið ekki að taka mig, takið Melania. Þannig er hann. Hann mun fórna öllum, einnig Ivanka,“ sagði Cohen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin